Hjálpa fólki að hætta á verkjalyfjum með íslensku hugviti Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Íslenska sprotafyrirtækið Prescriby hefur í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi stigið stórt skref í veitingu heilbrigðisþjónustu, en þau bjóða nú upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar. Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar.
Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur