Pavel: Verðum að vera auðmjúkir Árni Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2024 22:00 Stjarnan - Tindastóll Subway deild karla vor 2024 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Pavel Ermolinskij gat verið ánægður með sigurinn og frammistöðuna í kvöld en taldi að þetta væri lítið skref og að auðmýktin þyrfti að vera í forrúmi. Tindastóll vann Stjörnuna í Garðabæ og það er fyrsti sigur Stólanna þar í bæ í 62 mánuði. 71-76 urðu lokatölur og Tindastóll er komið inn fyrir línuna í áttunda sætið. „Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31