Pavel: Verðum að vera auðmjúkir Árni Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2024 22:00 Stjarnan - Tindastóll Subway deild karla vor 2024 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Pavel Ermolinskij gat verið ánægður með sigurinn og frammistöðuna í kvöld en taldi að þetta væri lítið skref og að auðmýktin þyrfti að vera í forrúmi. Tindastóll vann Stjörnuna í Garðabæ og það er fyrsti sigur Stólanna þar í bæ í 62 mánuði. 71-76 urðu lokatölur og Tindastóll er komið inn fyrir línuna í áttunda sætið. „Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31