Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 19:55 Í dag fengu bræðurnir þrír Arkan, Kareem og Malek loksins að faðma pabba sinn eftir fimm ára aðskilnað. Malek litli, sem er fimm ára, hitti föður sinn í fyrsta skiptið í dag. Vísir/Einar Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. Emad Albardawil flúði Gasa fyrir rúmum fimm árum. Flóttinn var langdreginn, kostnaðasamur og lífshætturlegur. Hann hélt fyrst til Eyptalands, næst Tyrklands, þar á eftir til Grikklands og loks til Íslands. Hann kom hingað til lands í október 2020 og hefur beðið á milli vonar og ótta að fá að hitta fjölskyldu sína aftur. Heimili þeirra á norðanverðri Gasa eyðilagðist í loftárás skömmu eftir 7. október en Razan, móðirin, lýsir ástandinu á Gasa síðustu mánuði sem skelfilegu. Fólk sé hrakið í burtu frá heimilum sínum á nýjan og nýjan stað sem séu sagðir vera öruggir en séu það síðan ekki. Í andliti Razan mátti nema mikinn létti. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef fundið á ævi minni,“ sagði Razan um augnablikið þegar hún hitti Emad eftir fimm ára aðskilnað. Razan var ekki í neinum vafa um hvað hún vildi gera fyrst á Íslandi. „Að kynnast samfélaginu hér og læra tungumálið, auðvitað,“ sagði Razan og brosti. Þær Bergþóra, Kristín og María Lilja flugu út til Kaíró á dögunum og aðstoðuðu Razan og strákana þrjá að komast yfir Rafah landamærin. Leiðin heim gekk vonum framar og fengu strákarnir að upplifa fjölmargar nýjungar. „Við gáfum þeim allt of mikinn sykur og þeir vilja enn bara borða hamborgara í öll mál og eru bara ótrúlega skemmtilegir og yndislegir strákar og við erum svo glöð að fá þá og mömmu þeirra hingað til Íslands eftir margra ára bið,“ sagði Bergþóra. Bergþóra er ein af konunum þremur sem aðstoðuðu fjölskylduna að komast yfir Rafah landamærin. Vísir/Einar Bergþóra sagði að það væri erfitt að lýsa augnablikinu þegar fjölskyldan fékk loksins að hittast án þess að tárast. Emad sjálfur óskaði eftir því sérstaklega að vera ekki í mynd. Hann væri ekki mikið fyrir sviðsljósið og endurfundir fjölskyldunnar væri honum afar persónuleg enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hitti yngsta son sinn, Malek. „Það eru bara miklar og stórar og gleðilegar tilfinningar. Djúpt, djúpt þakklæti og nú vill maður bara að fólk skilji að þetta eru ekki tölur, þetta eru ekki peð í pólitískri refskák. Þetta eru fjölskyldur, þetta er fólk sem á að fá að sameinast,“ sagði Bergþóra. Strákarnir þrír og móðir þeirra fengu höfðingjalegar móttökur á Leifsstöð. Þeir fengu sætindi og gjafir, meðal annars frá yfirmanni Emads.Vísir/Einar Kristín og Bergþóra eru komar heim en aðrar tvær konur flugu út til Kaíró í þeirra stað og ætla að halda áfram að reyna að bjarga fleiri dvalarleyfishöfum. Kristín vill undirstrikar þó að hún vilji að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. „Við erum búin að taka ábyrgð á þessum börnum og maður tekur ekki ábyrgð á börnum og skilur þau svo eftir á hættulegasta stað í heimi. Það er mikilvægasti punkturinn,“ segir Kristín. Egyptaland Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43 Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Emad Albardawil flúði Gasa fyrir rúmum fimm árum. Flóttinn var langdreginn, kostnaðasamur og lífshætturlegur. Hann hélt fyrst til Eyptalands, næst Tyrklands, þar á eftir til Grikklands og loks til Íslands. Hann kom hingað til lands í október 2020 og hefur beðið á milli vonar og ótta að fá að hitta fjölskyldu sína aftur. Heimili þeirra á norðanverðri Gasa eyðilagðist í loftárás skömmu eftir 7. október en Razan, móðirin, lýsir ástandinu á Gasa síðustu mánuði sem skelfilegu. Fólk sé hrakið í burtu frá heimilum sínum á nýjan og nýjan stað sem séu sagðir vera öruggir en séu það síðan ekki. Í andliti Razan mátti nema mikinn létti. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef fundið á ævi minni,“ sagði Razan um augnablikið þegar hún hitti Emad eftir fimm ára aðskilnað. Razan var ekki í neinum vafa um hvað hún vildi gera fyrst á Íslandi. „Að kynnast samfélaginu hér og læra tungumálið, auðvitað,“ sagði Razan og brosti. Þær Bergþóra, Kristín og María Lilja flugu út til Kaíró á dögunum og aðstoðuðu Razan og strákana þrjá að komast yfir Rafah landamærin. Leiðin heim gekk vonum framar og fengu strákarnir að upplifa fjölmargar nýjungar. „Við gáfum þeim allt of mikinn sykur og þeir vilja enn bara borða hamborgara í öll mál og eru bara ótrúlega skemmtilegir og yndislegir strákar og við erum svo glöð að fá þá og mömmu þeirra hingað til Íslands eftir margra ára bið,“ sagði Bergþóra. Bergþóra er ein af konunum þremur sem aðstoðuðu fjölskylduna að komast yfir Rafah landamærin. Vísir/Einar Bergþóra sagði að það væri erfitt að lýsa augnablikinu þegar fjölskyldan fékk loksins að hittast án þess að tárast. Emad sjálfur óskaði eftir því sérstaklega að vera ekki í mynd. Hann væri ekki mikið fyrir sviðsljósið og endurfundir fjölskyldunnar væri honum afar persónuleg enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hitti yngsta son sinn, Malek. „Það eru bara miklar og stórar og gleðilegar tilfinningar. Djúpt, djúpt þakklæti og nú vill maður bara að fólk skilji að þetta eru ekki tölur, þetta eru ekki peð í pólitískri refskák. Þetta eru fjölskyldur, þetta er fólk sem á að fá að sameinast,“ sagði Bergþóra. Strákarnir þrír og móðir þeirra fengu höfðingjalegar móttökur á Leifsstöð. Þeir fengu sætindi og gjafir, meðal annars frá yfirmanni Emads.Vísir/Einar Kristín og Bergþóra eru komar heim en aðrar tvær konur flugu út til Kaíró í þeirra stað og ætla að halda áfram að reyna að bjarga fleiri dvalarleyfishöfum. Kristín vill undirstrikar þó að hún vilji að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. „Við erum búin að taka ábyrgð á þessum börnum og maður tekur ekki ábyrgð á börnum og skilur þau svo eftir á hættulegasta stað í heimi. Það er mikilvægasti punkturinn,“ segir Kristín.
Egyptaland Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43 Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43
Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09