Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 19:55 Í dag fengu bræðurnir þrír Arkan, Kareem og Malek loksins að faðma pabba sinn eftir fimm ára aðskilnað. Malek litli, sem er fimm ára, hitti föður sinn í fyrsta skiptið í dag. Vísir/Einar Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. Emad Albardawil flúði Gasa fyrir rúmum fimm árum. Flóttinn var langdreginn, kostnaðasamur og lífshætturlegur. Hann hélt fyrst til Eyptalands, næst Tyrklands, þar á eftir til Grikklands og loks til Íslands. Hann kom hingað til lands í október 2020 og hefur beðið á milli vonar og ótta að fá að hitta fjölskyldu sína aftur. Heimili þeirra á norðanverðri Gasa eyðilagðist í loftárás skömmu eftir 7. október en Razan, móðirin, lýsir ástandinu á Gasa síðustu mánuði sem skelfilegu. Fólk sé hrakið í burtu frá heimilum sínum á nýjan og nýjan stað sem séu sagðir vera öruggir en séu það síðan ekki. Í andliti Razan mátti nema mikinn létti. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef fundið á ævi minni,“ sagði Razan um augnablikið þegar hún hitti Emad eftir fimm ára aðskilnað. Razan var ekki í neinum vafa um hvað hún vildi gera fyrst á Íslandi. „Að kynnast samfélaginu hér og læra tungumálið, auðvitað,“ sagði Razan og brosti. Þær Bergþóra, Kristín og María Lilja flugu út til Kaíró á dögunum og aðstoðuðu Razan og strákana þrjá að komast yfir Rafah landamærin. Leiðin heim gekk vonum framar og fengu strákarnir að upplifa fjölmargar nýjungar. „Við gáfum þeim allt of mikinn sykur og þeir vilja enn bara borða hamborgara í öll mál og eru bara ótrúlega skemmtilegir og yndislegir strákar og við erum svo glöð að fá þá og mömmu þeirra hingað til Íslands eftir margra ára bið,“ sagði Bergþóra. Bergþóra er ein af konunum þremur sem aðstoðuðu fjölskylduna að komast yfir Rafah landamærin. Vísir/Einar Bergþóra sagði að það væri erfitt að lýsa augnablikinu þegar fjölskyldan fékk loksins að hittast án þess að tárast. Emad sjálfur óskaði eftir því sérstaklega að vera ekki í mynd. Hann væri ekki mikið fyrir sviðsljósið og endurfundir fjölskyldunnar væri honum afar persónuleg enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hitti yngsta son sinn, Malek. „Það eru bara miklar og stórar og gleðilegar tilfinningar. Djúpt, djúpt þakklæti og nú vill maður bara að fólk skilji að þetta eru ekki tölur, þetta eru ekki peð í pólitískri refskák. Þetta eru fjölskyldur, þetta er fólk sem á að fá að sameinast,“ sagði Bergþóra. Strákarnir þrír og móðir þeirra fengu höfðingjalegar móttökur á Leifsstöð. Þeir fengu sætindi og gjafir, meðal annars frá yfirmanni Emads.Vísir/Einar Kristín og Bergþóra eru komar heim en aðrar tvær konur flugu út til Kaíró í þeirra stað og ætla að halda áfram að reyna að bjarga fleiri dvalarleyfishöfum. Kristín vill undirstrikar þó að hún vilji að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. „Við erum búin að taka ábyrgð á þessum börnum og maður tekur ekki ábyrgð á börnum og skilur þau svo eftir á hættulegasta stað í heimi. Það er mikilvægasti punkturinn,“ segir Kristín. Egyptaland Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43 Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Emad Albardawil flúði Gasa fyrir rúmum fimm árum. Flóttinn var langdreginn, kostnaðasamur og lífshætturlegur. Hann hélt fyrst til Eyptalands, næst Tyrklands, þar á eftir til Grikklands og loks til Íslands. Hann kom hingað til lands í október 2020 og hefur beðið á milli vonar og ótta að fá að hitta fjölskyldu sína aftur. Heimili þeirra á norðanverðri Gasa eyðilagðist í loftárás skömmu eftir 7. október en Razan, móðirin, lýsir ástandinu á Gasa síðustu mánuði sem skelfilegu. Fólk sé hrakið í burtu frá heimilum sínum á nýjan og nýjan stað sem séu sagðir vera öruggir en séu það síðan ekki. Í andliti Razan mátti nema mikinn létti. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef fundið á ævi minni,“ sagði Razan um augnablikið þegar hún hitti Emad eftir fimm ára aðskilnað. Razan var ekki í neinum vafa um hvað hún vildi gera fyrst á Íslandi. „Að kynnast samfélaginu hér og læra tungumálið, auðvitað,“ sagði Razan og brosti. Þær Bergþóra, Kristín og María Lilja flugu út til Kaíró á dögunum og aðstoðuðu Razan og strákana þrjá að komast yfir Rafah landamærin. Leiðin heim gekk vonum framar og fengu strákarnir að upplifa fjölmargar nýjungar. „Við gáfum þeim allt of mikinn sykur og þeir vilja enn bara borða hamborgara í öll mál og eru bara ótrúlega skemmtilegir og yndislegir strákar og við erum svo glöð að fá þá og mömmu þeirra hingað til Íslands eftir margra ára bið,“ sagði Bergþóra. Bergþóra er ein af konunum þremur sem aðstoðuðu fjölskylduna að komast yfir Rafah landamærin. Vísir/Einar Bergþóra sagði að það væri erfitt að lýsa augnablikinu þegar fjölskyldan fékk loksins að hittast án þess að tárast. Emad sjálfur óskaði eftir því sérstaklega að vera ekki í mynd. Hann væri ekki mikið fyrir sviðsljósið og endurfundir fjölskyldunnar væri honum afar persónuleg enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hitti yngsta son sinn, Malek. „Það eru bara miklar og stórar og gleðilegar tilfinningar. Djúpt, djúpt þakklæti og nú vill maður bara að fólk skilji að þetta eru ekki tölur, þetta eru ekki peð í pólitískri refskák. Þetta eru fjölskyldur, þetta er fólk sem á að fá að sameinast,“ sagði Bergþóra. Strákarnir þrír og móðir þeirra fengu höfðingjalegar móttökur á Leifsstöð. Þeir fengu sætindi og gjafir, meðal annars frá yfirmanni Emads.Vísir/Einar Kristín og Bergþóra eru komar heim en aðrar tvær konur flugu út til Kaíró í þeirra stað og ætla að halda áfram að reyna að bjarga fleiri dvalarleyfishöfum. Kristín vill undirstrikar þó að hún vilji að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. „Við erum búin að taka ábyrgð á þessum börnum og maður tekur ekki ábyrgð á börnum og skilur þau svo eftir á hættulegasta stað í heimi. Það er mikilvægasti punkturinn,“ segir Kristín.
Egyptaland Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43 Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43
Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09