Pútín segir Musk óstöðvandi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. febrúar 2024 09:00 Rússlandsforseti hefur áður látið hafa eftir sér að Elon Musk sé „óumdeilanlega frábær manneskja“. AP Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. „Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink. Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
„Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink.
Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56