Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2024 18:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“ Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“
Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti