Verðlaunahafar á ÓL í París fá hluta af Eiffelturninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 12:01 Gull-, silfur- og bronsverðlaunapeningarnir á Ólympíuleikunum í París í sumar. @ Paris 2024 Sumarólympíuleikarnir fara fram í París í Frakklandi í sumar og verðlaunapeningarnir á leikunum verða mjög sérstakir. Keppt er að venju um gull, silfur og brons í fjölmörgum íþróttagreinum. Þetta verður í þriðja skiptið sem Ólympíuleikarnir fara fram í París en þeir voru þar líka fram árið 1900 og 1924. Í sumar verður því liðin heil öld síðan leikarnir voru síðast í höfuðborg Frakklands. 2024 Paris Olympic, Paralympic medals unveiled with Eiffel Tower pieces https://t.co/B8opxFQnqE pic.twitter.com/dLNltzCiJR— NBC OlympicTalk (@NBCOlympicTalk) February 8, 2024 Þekkasta kennileiti Parísarborgar er Eiffelturninn sem er á bakka árinnar Signu. Járnturninn var byggður fyrir heimssýninguna í París árið 1889 og er 324 metrar að hæð. Skipuleggjendur leikanna ákváðu að verðlaunahafar fá hluta af þessum heimsfræga turni. Lítill málmhluti úr sjálfum Eiffelturninum verður nefnilega grafinn í alla verðlaunapeningana. Paris 2024 : des morceaux de Tour Eiffel sur les médailles olympiques et paralympiques Information de @BaptisteDurieux pour #RTL pic.twitter.com/RQmQJ1V8OD— RTL France (@RTLFrance) February 8, 2024 Thierry Reboul, hönnunarstjóri leikanna, staðfestir þetta við Reuters fréttastofuna. „Eiffelturninn er mikilvægt kennileiti fyrir París og allt Frakkland. Þetta er tækifæri fyrir íþróttafólkið að taka lítinn hluta af París með sér heim,“ sagði Thierry Reboul. Málmhlutinn úr Eiffelturninum verður í miðju allra verðlaunapeninganna. Járnið kemur frá vinnu við endurbætur á turninum og hefur járnið síðan verið geymt á leynistað. Gríska gyðjan Nike verður aftan á verðlaunapeningnum og með henni verða Acropolis, háborg Aþenuborgar, og Eiffelturninn. L or olympique, le graal d une vie d un sportif de haut niveau !Chaque édition des Jeux a sa médaille Celle de #Paris2024 est française, rayonnante et unique avec un fragment de fer d origine de la tour Eiffel de 1889 !@Olympics @jeuxolympiques pic.twitter.com/prp23OXWUa— Paris 2024 (@Paris2024) February 8, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Þetta verður í þriðja skiptið sem Ólympíuleikarnir fara fram í París en þeir voru þar líka fram árið 1900 og 1924. Í sumar verður því liðin heil öld síðan leikarnir voru síðast í höfuðborg Frakklands. 2024 Paris Olympic, Paralympic medals unveiled with Eiffel Tower pieces https://t.co/B8opxFQnqE pic.twitter.com/dLNltzCiJR— NBC OlympicTalk (@NBCOlympicTalk) February 8, 2024 Þekkasta kennileiti Parísarborgar er Eiffelturninn sem er á bakka árinnar Signu. Járnturninn var byggður fyrir heimssýninguna í París árið 1889 og er 324 metrar að hæð. Skipuleggjendur leikanna ákváðu að verðlaunahafar fá hluta af þessum heimsfræga turni. Lítill málmhluti úr sjálfum Eiffelturninum verður nefnilega grafinn í alla verðlaunapeningana. Paris 2024 : des morceaux de Tour Eiffel sur les médailles olympiques et paralympiques Information de @BaptisteDurieux pour #RTL pic.twitter.com/RQmQJ1V8OD— RTL France (@RTLFrance) February 8, 2024 Thierry Reboul, hönnunarstjóri leikanna, staðfestir þetta við Reuters fréttastofuna. „Eiffelturninn er mikilvægt kennileiti fyrir París og allt Frakkland. Þetta er tækifæri fyrir íþróttafólkið að taka lítinn hluta af París með sér heim,“ sagði Thierry Reboul. Málmhlutinn úr Eiffelturninum verður í miðju allra verðlaunapeninganna. Járnið kemur frá vinnu við endurbætur á turninum og hefur járnið síðan verið geymt á leynistað. Gríska gyðjan Nike verður aftan á verðlaunapeningnum og með henni verða Acropolis, háborg Aþenuborgar, og Eiffelturninn. L or olympique, le graal d une vie d un sportif de haut niveau !Chaque édition des Jeux a sa médaille Celle de #Paris2024 est française, rayonnante et unique avec un fragment de fer d origine de la tour Eiffel de 1889 !@Olympics @jeuxolympiques pic.twitter.com/prp23OXWUa— Paris 2024 (@Paris2024) February 8, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira