Íslensku kokkarnir lönduðu bronsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 14:16 Kokkarnir fögnuðu árangrinum að vonum vel. Einar Bárðarson Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna. Finnar stóðu uppi sem sigurvegarar og Sviss landaði silfrinu. Íslenska liðið jafnaði með árangri sínum frammistöðuna á leikunum fyrir fjórum árum þegar bronsverðlaun unnust. 55 tóku þótt í leikunum í ár og var keppt í tveimur keppnisgreinum. Á sunnudag var keppt í „Chef´s table“ sem felur í sér tólf manna borð með ellefu rétta matseðli. Seinni greinin sem fór fram í gær snerist um að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns. Íslenska liðið fékk gullverðlaun í báðum greinunum sem þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Lokaniðurstöður dómara eru hins vegar ekki birtar fyrr en á lokadeginum. Þá eru samanlögð stig fyrir báðar greinar lagðar saman og allar keppnisþjóðirnar bornar saman. „Síðustu ár hefur íslenska kokkalandsliðið náð mjög góðum árangri bæði á heimsmeistaramótinu og á Ólympíuleikunum. Það er afrakstur markvissrar vinnu til fjölda ára og metnaður bæði hjá Klúbbi matreiðslumeistara og liðsfólki,“ segir í tilkynningu frá landsliðinu. Matur Kokkalandsliðið Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. 21. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Finnar stóðu uppi sem sigurvegarar og Sviss landaði silfrinu. Íslenska liðið jafnaði með árangri sínum frammistöðuna á leikunum fyrir fjórum árum þegar bronsverðlaun unnust. 55 tóku þótt í leikunum í ár og var keppt í tveimur keppnisgreinum. Á sunnudag var keppt í „Chef´s table“ sem felur í sér tólf manna borð með ellefu rétta matseðli. Seinni greinin sem fór fram í gær snerist um að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns. Íslenska liðið fékk gullverðlaun í báðum greinunum sem þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Lokaniðurstöður dómara eru hins vegar ekki birtar fyrr en á lokadeginum. Þá eru samanlögð stig fyrir báðar greinar lagðar saman og allar keppnisþjóðirnar bornar saman. „Síðustu ár hefur íslenska kokkalandsliðið náð mjög góðum árangri bæði á heimsmeistaramótinu og á Ólympíuleikunum. Það er afrakstur markvissrar vinnu til fjölda ára og metnaður bæði hjá Klúbbi matreiðslumeistara og liðsfólki,“ segir í tilkynningu frá landsliðinu.
Matur Kokkalandsliðið Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. 21. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. 21. nóvember 2023 20:30