Sprenging í matarinnkaupum á netinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 14:36 Á vefsíðum helstu matvöruverslana landsins getur fólk hlaðið í körfuna, greitt og fengið sent heim að dyrum. Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum. Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum.
Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent