„Hann þarf bara að þora að vera Tóti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Það kveikti í Þóri Þorbjarnarsyni að missa sætið í byrjunarliði Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Þórir Þorbjarnarson var settur á bekkinn hjá Tindastól í síðasta leik en hann kom sterkur inn í seinni hálfleiknum og bjargaði öðrum fremur leiknum á móti Breiðabliki. Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira