„Hann þarf bara að þora að vera Tóti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Það kveikti í Þóri Þorbjarnarsyni að missa sætið í byrjunarliði Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Þórir Þorbjarnarson var settur á bekkinn hjá Tindastól í síðasta leik en hann kom sterkur inn í seinni hálfleiknum og bjargaði öðrum fremur leiknum á móti Breiðabliki. Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira