„Hann þarf bara að þora að vera Tóti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Það kveikti í Þóri Þorbjarnarsyni að missa sætið í byrjunarliði Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Þórir Þorbjarnarson var settur á bekkinn hjá Tindastól í síðasta leik en hann kom sterkur inn í seinni hálfleiknum og bjargaði öðrum fremur leiknum á móti Breiðabliki. Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sigur á Blikum með því að vinna fimm mínútna kafla 23-0 þar sem Þórir var allt í öllu í leik liðsins. Hann endaði á að koma með 24 stig á 24 mínútum inn af bekknum. Þórir var einnig með sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Körfuboltakvöld fór sérstaklega yfir þennan 23-0 kafla og frammistöðu Þóris. „Við höfum báðir verið í þessu íþróttahúsi þarna þar sem maður finnur andrúmsloftið breytast hægt og rólega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er svona andlegt áreiti sem þeir setja á andstæðinga sína og hafa gert í mörg ár. Þegar þetta dettur hjá þeim svona þá eru þeir rosalega erfiðir,“ sagði Matthías. „Tóti (Þórir Þorbjarnarson) fannst mér keyra þetta áfram. Hann varð allt í einu Þórir aftur,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Tóti bara stýrði þessu. Hann keyrði upp hraðann, býr til galopið skot fyrir Geks, hirðir sóknarfrákastið og skorar. Stal boltanum áðan af Keith Jordan og bjó til þriggja stiga skot fyrir Callum. Hann setur þrist hérna. Mér fannst Tóti bara keyra þetta áfram,“ sagði Helgi Már. „Hann byrjaði á bekknum í þessum leik sem er í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Pavel (Ermolinskij, þjálfari Tindastóls) er augljóslega að leita leiða. Hann er að prófa alls konar samsetningar á fimm manna liðum. Ég held að hann hafi svar þarna að Tóti ætti ekki að vera á bekknum,“ sagði Matthías. „Það kveikti í honum í þessum leik og hann var algjörlega stórskotlegur,“ sagði Matthías. „Mín upplifun af Tóta eftir áramót er að þarna voru Sigtryggur Arnar (Björnsson) og Pétur (Rúnar Björnsson) að koma aftur og Geks að detta inn í þetta. Hann var að reyna að stíga ekki á tærnar á neinum. Tóti er bara lykillinn að þessu liði, var það fyrir áramót og er það,“ sagði Helgi Már. „Hann þarf bara að þora að vera Tóti. Vera sá sem hann er ekki vera eitthvað annað. Hinir þurfa bara að fylgja. Hann má ekki hafa áhyggjur af þeim,“ sagði Helgi Már. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórir lykillinn í leik Tindastóls
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira