Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn.
Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár.
Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I
— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024
Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár.
Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki.
Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur.
Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær.
Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir.
Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I
— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024