Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 06:30 Víkingskonur áttu ótrúlegt ár í fyrra og byrja þetta nýja ár líka vel. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024 Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira