Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 15:02 Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem metfjöldi fólks reyndi að komast yfir í desember. AP/Eric Gay Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur krafist þess af þingmönnum Repúblikanaflokksins að þeir samþykki engin frumvörp sem ætlað er að sporna gegn flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er það vegna þess að hann vill nota málið í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden seinna á árinu og óttast að gefa Biden pólitískan sigur á kosningaári. Síðan þá hafa sífellt fleiri þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum þings lýst yfir efasemdum um viðræðurnar. Frumvarpið felur í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi. Yrði það að lögum myndi það meðal annars gera farand- og flóttafólki erfiðara með að sækja um hæli í Bandaríkjunum, auka þann fjölda fólks sem hægt að halda föngnu á landamærunum og gera yfirvöldum kleift að loka landamærunum alfarið reyni fleiri en 8.500 manns að fara ólöglega yfir landamærin á einum degi eða fleiri en fimm þúsund á dag, að meðaltali yfir viku. Frumvarpið myndi fjölga dómurum til að vinna úr fleiri hælisumsóknum á minni tíma. Það felur einnig í sér umfangsmiklar fjárveitingar til hernaðaraðstoðar handa Úkraínumönnum og Ísraelum og til mannúðaraðstoðar á Gasaströndinni, svo eitthvað sé nefnt. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef öldungadeildar Bandaríkjaþings. Í desember reyndu um þrjú hundruð þúsund manns að komast yfir landamærin, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur. Joe Biden, forseti, hefur sagt að um vandamál sé að ræða og kallað eftir aðgerðum frá þinginu. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, segir að fyrsta atkvæðagreiðslan um áðurnefnt frumvarp muni fara fram á miðvikudaginn. This moment demands American leadership.It demands the Senate s decisive action.I have no doubt that the Senate can, once again, rise to the occasion and lead America forward.My statement on the Senate s bipartisan agreement on the emergency national security supplemental: pic.twitter.com/hPSl6uHUCG— Chuck Schumer (@SenSchumer) February 5, 2024 Repúblikanar hafa neitað að samþykkja frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu og reyndu upprunalega að nota aðstoðina sem vogarafl gegn Demókrötum til að ná fram forgangsmálum þeirra varðandi landamærin við Mexíkó. Það heppnaðist að miklu leyti þar sem Biden og aðrir Demókratar hafa komið töluvert til móts við Repúblikana. Staðan breyttist svo töluvert þegar Trump lýsti því yfir að hann vildi gera landamærin að sínu helsta kosningamáli. Hann væri sá eini sem gæti lagað vandamálin á landamærunum. Repúblikanar sem hafa stutt samkomulagið hafa þó sagt að um einstakt tækifæri sé að ræða. Þeir muni aldrei aftur geta fengið stuðning innan Demókrataflokksins fyrir svo miklum aðgerðum á landamærunum. Þó Repúblikanar væru í meirihluta í báðum deildum þings og Trump í Hvíta húsinu, þyrfti frumvarp um aðgerðir á landamærunum að fá sextíu atkvæði í öldungadeildinni. Demókratar myndu aldrei veita þau atkvæði sem Repúblikanar þyrftu til að koma frumvarpi í gegn. Sjá einnig: Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur lýst því yfir að frumvarpið sé verra en hann hafi búist við. Varpar hann sökinni á vandræðunum á landamærunum á Biden og lýsir frumvarpinu sem dauðu, verði það yfir höfuð samþykkt í öldungadeildinni, sem er ekki víst. I ve seen enough. This bill is even worse than we expected, and won t come close to ending the border catastrophe the President has created. As the lead Democrat negotiator proclaimed: Under this legislation, the border never closes. If this bill reaches the House, it will be — Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 5, 2024 Johnson lýsti því einnig yfir um helgina að hann ætlaði sér að leggja fram sérstakt frumvarp um 17,6 milljarða dala hernaðaraðstoð handa Ísraelum. Bandaríkin Úkraína Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57 Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur krafist þess af þingmönnum Repúblikanaflokksins að þeir samþykki engin frumvörp sem ætlað er að sporna gegn flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er það vegna þess að hann vill nota málið í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden seinna á árinu og óttast að gefa Biden pólitískan sigur á kosningaári. Síðan þá hafa sífellt fleiri þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum þings lýst yfir efasemdum um viðræðurnar. Frumvarpið felur í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi. Yrði það að lögum myndi það meðal annars gera farand- og flóttafólki erfiðara með að sækja um hæli í Bandaríkjunum, auka þann fjölda fólks sem hægt að halda föngnu á landamærunum og gera yfirvöldum kleift að loka landamærunum alfarið reyni fleiri en 8.500 manns að fara ólöglega yfir landamærin á einum degi eða fleiri en fimm þúsund á dag, að meðaltali yfir viku. Frumvarpið myndi fjölga dómurum til að vinna úr fleiri hælisumsóknum á minni tíma. Það felur einnig í sér umfangsmiklar fjárveitingar til hernaðaraðstoðar handa Úkraínumönnum og Ísraelum og til mannúðaraðstoðar á Gasaströndinni, svo eitthvað sé nefnt. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef öldungadeildar Bandaríkjaþings. Í desember reyndu um þrjú hundruð þúsund manns að komast yfir landamærin, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur. Joe Biden, forseti, hefur sagt að um vandamál sé að ræða og kallað eftir aðgerðum frá þinginu. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, segir að fyrsta atkvæðagreiðslan um áðurnefnt frumvarp muni fara fram á miðvikudaginn. This moment demands American leadership.It demands the Senate s decisive action.I have no doubt that the Senate can, once again, rise to the occasion and lead America forward.My statement on the Senate s bipartisan agreement on the emergency national security supplemental: pic.twitter.com/hPSl6uHUCG— Chuck Schumer (@SenSchumer) February 5, 2024 Repúblikanar hafa neitað að samþykkja frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu og reyndu upprunalega að nota aðstoðina sem vogarafl gegn Demókrötum til að ná fram forgangsmálum þeirra varðandi landamærin við Mexíkó. Það heppnaðist að miklu leyti þar sem Biden og aðrir Demókratar hafa komið töluvert til móts við Repúblikana. Staðan breyttist svo töluvert þegar Trump lýsti því yfir að hann vildi gera landamærin að sínu helsta kosningamáli. Hann væri sá eini sem gæti lagað vandamálin á landamærunum. Repúblikanar sem hafa stutt samkomulagið hafa þó sagt að um einstakt tækifæri sé að ræða. Þeir muni aldrei aftur geta fengið stuðning innan Demókrataflokksins fyrir svo miklum aðgerðum á landamærunum. Þó Repúblikanar væru í meirihluta í báðum deildum þings og Trump í Hvíta húsinu, þyrfti frumvarp um aðgerðir á landamærunum að fá sextíu atkvæði í öldungadeildinni. Demókratar myndu aldrei veita þau atkvæði sem Repúblikanar þyrftu til að koma frumvarpi í gegn. Sjá einnig: Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur lýst því yfir að frumvarpið sé verra en hann hafi búist við. Varpar hann sökinni á vandræðunum á landamærunum á Biden og lýsir frumvarpinu sem dauðu, verði það yfir höfuð samþykkt í öldungadeildinni, sem er ekki víst. I ve seen enough. This bill is even worse than we expected, and won t come close to ending the border catastrophe the President has created. As the lead Democrat negotiator proclaimed: Under this legislation, the border never closes. If this bill reaches the House, it will be — Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 5, 2024 Johnson lýsti því einnig yfir um helgina að hann ætlaði sér að leggja fram sérstakt frumvarp um 17,6 milljarða dala hernaðaraðstoð handa Ísraelum.
Bandaríkin Úkraína Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57 Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58
Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57
Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00