„Hann má reyna að ljúga að þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 12:31 Dedrick Basile í leik með Grindavík á móti Njarðvík. Vísir/Diego Dedrick Basile átti frábæran leik með Grindavík í stórsigri á hans gömlu félögum í Njarðvík. Basile skoraði nítján stig í fyrsta leikhlutanum og endaði leikinn með 40 stig og níu stoðsendingar. Subway Körfuboltakvöld ræddi tvo lykilmenn Grindavíkurliðsins, bæði frammistöðu Basile en líka yfirlýsinguna frá liðsfélaga hans Deandre Kane. „Hann var rosa flottur, alveg frábær. Með 40 stig og níu stoðsendingar og tæp tuttugu stig í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann var bara ótrúlegur í þessum leik og hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki. Það er bara rugl,“ sagði Helgi Már. Basile spilað með Njarðvíkurliðinu undanfarin tvö ár en flutti sig yfir til Grindavíkur síðasta sumar. „Eðlilega. Menn eru að spila á móti gömlu félögunum og það er smá auka,“ sagði Helgi. Þeir skoðuðu tölfræði Basile í leikjunum á móti Njarðvík í vetur en hann hefur verið mjög góður í þeim báðum. „Maður sér þetta alveg. Hann er búinn að vera tala við fólk upp í stúku. Það er mjög augljóst að hann er að búa sér til mótiveringu fyrir þessa leiki,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld fjallaði einnig um Deandre Kane og yfirlýsingu hans í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hann sagði að Grindavík yrði Íslandsmeistari af því að hann væri í liðinu. „Þetta er gaman að sjá. Menn eru stórir og eru ekkert feimnir við að flagga því. Ég ímynda mér að allir Grindvíkingar ætli að vera Íslandsmeistarar. Þeir eru með hóp sem á að geta hótað því,“ sagði Helgi. „Ef hann dettur út í átta liða úrslitunum þá lítur hann út fyrir að vera algjör lúser,“ sagði Matthías. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Frammistaða Basile og yfirlýsing Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi tvo lykilmenn Grindavíkurliðsins, bæði frammistöðu Basile en líka yfirlýsinguna frá liðsfélaga hans Deandre Kane. „Hann var rosa flottur, alveg frábær. Með 40 stig og níu stoðsendingar og tæp tuttugu stig í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann var bara ótrúlegur í þessum leik og hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki. Það er bara rugl,“ sagði Helgi Már. Basile spilað með Njarðvíkurliðinu undanfarin tvö ár en flutti sig yfir til Grindavíkur síðasta sumar. „Eðlilega. Menn eru að spila á móti gömlu félögunum og það er smá auka,“ sagði Helgi. Þeir skoðuðu tölfræði Basile í leikjunum á móti Njarðvík í vetur en hann hefur verið mjög góður í þeim báðum. „Maður sér þetta alveg. Hann er búinn að vera tala við fólk upp í stúku. Það er mjög augljóst að hann er að búa sér til mótiveringu fyrir þessa leiki,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld fjallaði einnig um Deandre Kane og yfirlýsingu hans í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hann sagði að Grindavík yrði Íslandsmeistari af því að hann væri í liðinu. „Þetta er gaman að sjá. Menn eru stórir og eru ekkert feimnir við að flagga því. Ég ímynda mér að allir Grindvíkingar ætli að vera Íslandsmeistarar. Þeir eru með hóp sem á að geta hótað því,“ sagði Helgi. „Ef hann dettur út í átta liða úrslitunum þá lítur hann út fyrir að vera algjör lúser,“ sagði Matthías. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Frammistaða Basile og yfirlýsing Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira