Viðreisn hætt við ESB? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2024 11:00 Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Fyrsta skrefið yrði að fækka ráðuneytum. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið. Kæmi þannig til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið hefði það meðal annars í för með sér að fara þyrfti í umfangsmikla stofnanauppbyggingu hér á landi, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að hægt væri að standa undir þeim viðamiklu skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Um þetta má til dæmis einfaldlega lesa í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið. Telur stjórnsýslu Íslands of litla Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að vegna smæðar sé stjórnsýslan alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í það: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Minna fylgi en í kosningunum Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti allt of fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Trúverðugleiki þess að gagnrýna umfang hins opinbera hér á landi er vitanlega enginn þegar meginstefna Viðreisnar felur í sér að það yrði þvert á móti stóraukið. Væri forystumönnum flokksins raunverulega umhugað um það að draga úr umfangi hins opinbera væri stefna hans ljóslega ekki að ganga i Evrópusambandið sem hefði í för með sér mikla útþenslu hins opinbera samkvæmt gögnum sambandsins sjálfs! Er að furða að Gallup skuli mæla flokkinn með minna fylgi en hann hlaut í síðustu kosningum – í stjórnarandstöðu? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Fyrsta skrefið yrði að fækka ráðuneytum. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en er hins vegar algerlega á skjön við markmið flokksins um inngöngu í sambandið. Kæmi þannig til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið hefði það meðal annars í för með sér að fara þyrfti í umfangsmikla stofnanauppbyggingu hér á landi, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að hægt væri að standa undir þeim viðamiklu skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Um þetta má til dæmis einfaldlega lesa í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið. Telur stjórnsýslu Íslands of litla Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að vegna smæðar sé stjórnsýslan alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í það: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Minna fylgi en í kosningunum Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti allt of fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Trúverðugleiki þess að gagnrýna umfang hins opinbera hér á landi er vitanlega enginn þegar meginstefna Viðreisnar felur í sér að það yrði þvert á móti stóraukið. Væri forystumönnum flokksins raunverulega umhugað um það að draga úr umfangi hins opinbera væri stefna hans ljóslega ekki að ganga i Evrópusambandið sem hefði í för með sér mikla útþenslu hins opinbera samkvæmt gögnum sambandsins sjálfs! Er að furða að Gallup skuli mæla flokkinn með minna fylgi en hann hlaut í síðustu kosningum – í stjórnarandstöðu? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun