Smáhýsin, hvernig hefur gengið? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. febrúar 2024 11:31 Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau. Smáhýsin eru búsetuúrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur og eru hugsuð fyrir fólk sem hefur verið heimilislaust og þarf mikla þjónustu. Úrræðið er hluti af Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021.Flokkur fólksins óskar eftir að meirihlutinn í borgarstjórn taki þátt í að ræða um m.a. hvernig hafi almennt gengið með úrræðið, hvað hefur gengið vel, hverjir eru helstu hnökrarnir og hvernig hafa samskipti gengið milli íbúa smáhýsanna og nágranna þeirra. Einnig vill borgarfulltrúi Flokks fólksins vita hvort velferðaryfirvöld í Reykjavík ætli að fjölga enn frekar smáhýsum af þessu tagi í borgarlandinu eða hvort eigi að horfa til annars konar búsetuúrræða fyrir fólk sem á hvergi heima. Heimilislausum ekki að fækka Í Reykjavík eru 20 smáhýsi sem sett hafa verið upp á sex stöðum auk þriggja smáhýsa úti á Granda. Áætlað er að heildarkostnaður við hvert smáhús sé um 33 m.kr. Lóðaverð er núll. Á biðlista eftir smáhýsi eru um 100 manns. Stærsti hluti þeirra er fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Eins og þeir muna sem fylgst hafa með þróun mála og umræðunni um smáhýsin þá reyndist erfitt að finna staðsetningu/reiti fyrir þau í borgarlandinu. Ekki voru allir sáttir við að smáhýsi yrðu staðsett í þeirra hverfi en við val á staðsetningu var mikilvægt að horfa til aðgengi að allri nærþjónustu. Flokki fólksins er umhugað um málefni heimilislausra og er það hans helsta baráttumál að berjast gegn fátækt, ójöfnuði og óréttlæti af hvers lags tagi. Það getur komið fyrir alla að lenda á götunni, heimilislaus, öðrum háður og þurfa að leita til stjórnvalda eftir grunnaðstoð. Það er skylda samfélagsins að bregðast við því kalli. Út á það gengur að samfélag. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Málefni heimilislausra Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau. Smáhýsin eru búsetuúrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur og eru hugsuð fyrir fólk sem hefur verið heimilislaust og þarf mikla þjónustu. Úrræðið er hluti af Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021.Flokkur fólksins óskar eftir að meirihlutinn í borgarstjórn taki þátt í að ræða um m.a. hvernig hafi almennt gengið með úrræðið, hvað hefur gengið vel, hverjir eru helstu hnökrarnir og hvernig hafa samskipti gengið milli íbúa smáhýsanna og nágranna þeirra. Einnig vill borgarfulltrúi Flokks fólksins vita hvort velferðaryfirvöld í Reykjavík ætli að fjölga enn frekar smáhýsum af þessu tagi í borgarlandinu eða hvort eigi að horfa til annars konar búsetuúrræða fyrir fólk sem á hvergi heima. Heimilislausum ekki að fækka Í Reykjavík eru 20 smáhýsi sem sett hafa verið upp á sex stöðum auk þriggja smáhýsa úti á Granda. Áætlað er að heildarkostnaður við hvert smáhús sé um 33 m.kr. Lóðaverð er núll. Á biðlista eftir smáhýsi eru um 100 manns. Stærsti hluti þeirra er fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Eins og þeir muna sem fylgst hafa með þróun mála og umræðunni um smáhýsin þá reyndist erfitt að finna staðsetningu/reiti fyrir þau í borgarlandinu. Ekki voru allir sáttir við að smáhýsi yrðu staðsett í þeirra hverfi en við val á staðsetningu var mikilvægt að horfa til aðgengi að allri nærþjónustu. Flokki fólksins er umhugað um málefni heimilislausra og er það hans helsta baráttumál að berjast gegn fátækt, ójöfnuði og óréttlæti af hvers lags tagi. Það getur komið fyrir alla að lenda á götunni, heimilislaus, öðrum háður og þurfa að leita til stjórnvalda eftir grunnaðstoð. Það er skylda samfélagsins að bregðast við því kalli. Út á það gengur að samfélag. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar