Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell.
Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight
— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024
She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW
Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð.
Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni.
Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst.
Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9
— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024
Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi.
Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi.
Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum.
Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024
She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf