Um hagnað bankanna Heiðrún Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa 31. janúar 2024 15:01 Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar