Parið greindi frá trúlofuninni á Instagram í gær með fallegri myndafærslu. Þar mátti sjá Westwick á skeljunum í 3000 metra hæð á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad.
Bónorðið virðist hafa komið Jackson verulega þar sem hún var með báðar hendur fyrir munninum.
„Hell yes,“ skrifaði Jackson við færsluna.
Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022.
Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.