Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2024 07:00 Hversu góður verður LaMelo Ball á endanum? Jacob Kupferman/Getty Images Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Að þessu sinni voru LaMelo Ball, Joel Embiid og Donovan Mitchell til umræðu sem og hvort liðið sé betra: Philadelphia 76ers eða Milwaukee Bucks. „Nei eða Já“ er einfaldlega þannig að þáttastjórnandi setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar játa eða neita ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni þakkaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, gervigreindinni fyrir aðstoðina við gerð fullyrðinganna en með honum að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson. LaMelo Ball verður nógu góður til að leiða lið í úrslit NBA-deildarinnar „Á ég ekki bara að taka Siggu; Nei, nei, nei, nei, nei. Nei! En hann getur alveg verið í liði sem fer alla lið,“ sagði Sigurður Orri um þessa fullyrðingu áður. Klippa: Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte „Ég hef gaman af LaMelo Ball en kannski er dálítið gott fyrir hann að húka aðeins í Charlotte, komandi úr fjölskyldunni sem hann kemur úr og látunum sem því fylgdu í upphafi. Það er ákveðin jarðtenging sem fylgir því að vera í Charlotte,“ bætti Sigurður Orri við. „Þetta er búið að vera vonbrigði því hann er bara búinn að vera í einskismannslandi í Charlotte fyrstu þrjú árin af ferli sínum. Ég held það hafi hjálpað honum að bróðir hans hafi komið inn í deildina á undan, pabbi hans fékk að taka út maníuna á bróðir hans frekar en á honum,“ sagði Hörður og hélt áfram. Lonzo Ball samdi þá við Los Angeles Lakers nokkrum árum áður en LaMelo mætti til Charlotte. Í dag er Lonzo leikmaður Chicago Bulls en hefur verið meira og minna meiddur undanfarin misseri. „Erum ekki búin að fá þennan sirkus í kringum LaMelo sem var í kringum Lonzo þegar hann kom inn í deildina 2017.“ „Held að þetta sé ágætis byrjun á ferlinum hans. Búin að vera fín byrjun tölfræðilega, búið að vera fín byrjun körfuboltalega en hann á eftir að taka stökk í stærra lið, eflaust eftir 1-2 ár en það verður aldrei lið sem hann leiðir í úrslit sjálfur en hann gæti verið Jamal Murray í liði sem verður meistari.“ Aðrar fullyrðingar Joel Embiid ætti að eiga minni möguleika á MVP-titlinum fyrir að hafa ekki mætt til Denver. Donovan Mitchell er topp 10 leikmaður í deildinni. Philadelphia 76ers er líklegra en Milwaukee Bucks að verða meistari. Annað árið í röð mætti Embiid ekki á heimavöll Nikola Jokić.Tim Nwachukwu/Getty Images Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
„Nei eða Já“ er einfaldlega þannig að þáttastjórnandi setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar játa eða neita ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni þakkaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, gervigreindinni fyrir aðstoðina við gerð fullyrðinganna en með honum að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson. LaMelo Ball verður nógu góður til að leiða lið í úrslit NBA-deildarinnar „Á ég ekki bara að taka Siggu; Nei, nei, nei, nei, nei. Nei! En hann getur alveg verið í liði sem fer alla lið,“ sagði Sigurður Orri um þessa fullyrðingu áður. Klippa: Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte „Ég hef gaman af LaMelo Ball en kannski er dálítið gott fyrir hann að húka aðeins í Charlotte, komandi úr fjölskyldunni sem hann kemur úr og látunum sem því fylgdu í upphafi. Það er ákveðin jarðtenging sem fylgir því að vera í Charlotte,“ bætti Sigurður Orri við. „Þetta er búið að vera vonbrigði því hann er bara búinn að vera í einskismannslandi í Charlotte fyrstu þrjú árin af ferli sínum. Ég held það hafi hjálpað honum að bróðir hans hafi komið inn í deildina á undan, pabbi hans fékk að taka út maníuna á bróðir hans frekar en á honum,“ sagði Hörður og hélt áfram. Lonzo Ball samdi þá við Los Angeles Lakers nokkrum árum áður en LaMelo mætti til Charlotte. Í dag er Lonzo leikmaður Chicago Bulls en hefur verið meira og minna meiddur undanfarin misseri. „Erum ekki búin að fá þennan sirkus í kringum LaMelo sem var í kringum Lonzo þegar hann kom inn í deildina 2017.“ „Held að þetta sé ágætis byrjun á ferlinum hans. Búin að vera fín byrjun tölfræðilega, búið að vera fín byrjun körfuboltalega en hann á eftir að taka stökk í stærra lið, eflaust eftir 1-2 ár en það verður aldrei lið sem hann leiðir í úrslit sjálfur en hann gæti verið Jamal Murray í liði sem verður meistari.“ Aðrar fullyrðingar Joel Embiid ætti að eiga minni möguleika á MVP-titlinum fyrir að hafa ekki mætt til Denver. Donovan Mitchell er topp 10 leikmaður í deildinni. Philadelphia 76ers er líklegra en Milwaukee Bucks að verða meistari. Annað árið í röð mætti Embiid ekki á heimavöll Nikola Jokić.Tim Nwachukwu/Getty Images
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira