Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2024 07:00 Hversu góður verður LaMelo Ball á endanum? Jacob Kupferman/Getty Images Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Að þessu sinni voru LaMelo Ball, Joel Embiid og Donovan Mitchell til umræðu sem og hvort liðið sé betra: Philadelphia 76ers eða Milwaukee Bucks. „Nei eða Já“ er einfaldlega þannig að þáttastjórnandi setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar játa eða neita ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni þakkaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, gervigreindinni fyrir aðstoðina við gerð fullyrðinganna en með honum að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson. LaMelo Ball verður nógu góður til að leiða lið í úrslit NBA-deildarinnar „Á ég ekki bara að taka Siggu; Nei, nei, nei, nei, nei. Nei! En hann getur alveg verið í liði sem fer alla lið,“ sagði Sigurður Orri um þessa fullyrðingu áður. Klippa: Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte „Ég hef gaman af LaMelo Ball en kannski er dálítið gott fyrir hann að húka aðeins í Charlotte, komandi úr fjölskyldunni sem hann kemur úr og látunum sem því fylgdu í upphafi. Það er ákveðin jarðtenging sem fylgir því að vera í Charlotte,“ bætti Sigurður Orri við. „Þetta er búið að vera vonbrigði því hann er bara búinn að vera í einskismannslandi í Charlotte fyrstu þrjú árin af ferli sínum. Ég held það hafi hjálpað honum að bróðir hans hafi komið inn í deildina á undan, pabbi hans fékk að taka út maníuna á bróðir hans frekar en á honum,“ sagði Hörður og hélt áfram. Lonzo Ball samdi þá við Los Angeles Lakers nokkrum árum áður en LaMelo mætti til Charlotte. Í dag er Lonzo leikmaður Chicago Bulls en hefur verið meira og minna meiddur undanfarin misseri. „Erum ekki búin að fá þennan sirkus í kringum LaMelo sem var í kringum Lonzo þegar hann kom inn í deildina 2017.“ „Held að þetta sé ágætis byrjun á ferlinum hans. Búin að vera fín byrjun tölfræðilega, búið að vera fín byrjun körfuboltalega en hann á eftir að taka stökk í stærra lið, eflaust eftir 1-2 ár en það verður aldrei lið sem hann leiðir í úrslit sjálfur en hann gæti verið Jamal Murray í liði sem verður meistari.“ Aðrar fullyrðingar Joel Embiid ætti að eiga minni möguleika á MVP-titlinum fyrir að hafa ekki mætt til Denver. Donovan Mitchell er topp 10 leikmaður í deildinni. Philadelphia 76ers er líklegra en Milwaukee Bucks að verða meistari. Annað árið í röð mætti Embiid ekki á heimavöll Nikola Jokić.Tim Nwachukwu/Getty Images Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Nei eða Já“ er einfaldlega þannig að þáttastjórnandi setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar játa eða neita ásamt því að rökstyðja svar sitt. Að þessu sinni þakkaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, gervigreindinni fyrir aðstoðina við gerð fullyrðinganna en með honum að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson. LaMelo Ball verður nógu góður til að leiða lið í úrslit NBA-deildarinnar „Á ég ekki bara að taka Siggu; Nei, nei, nei, nei, nei. Nei! En hann getur alveg verið í liði sem fer alla lið,“ sagði Sigurður Orri um þessa fullyrðingu áður. Klippa: Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte „Ég hef gaman af LaMelo Ball en kannski er dálítið gott fyrir hann að húka aðeins í Charlotte, komandi úr fjölskyldunni sem hann kemur úr og látunum sem því fylgdu í upphafi. Það er ákveðin jarðtenging sem fylgir því að vera í Charlotte,“ bætti Sigurður Orri við. „Þetta er búið að vera vonbrigði því hann er bara búinn að vera í einskismannslandi í Charlotte fyrstu þrjú árin af ferli sínum. Ég held það hafi hjálpað honum að bróðir hans hafi komið inn í deildina á undan, pabbi hans fékk að taka út maníuna á bróðir hans frekar en á honum,“ sagði Hörður og hélt áfram. Lonzo Ball samdi þá við Los Angeles Lakers nokkrum árum áður en LaMelo mætti til Charlotte. Í dag er Lonzo leikmaður Chicago Bulls en hefur verið meira og minna meiddur undanfarin misseri. „Erum ekki búin að fá þennan sirkus í kringum LaMelo sem var í kringum Lonzo þegar hann kom inn í deildina 2017.“ „Held að þetta sé ágætis byrjun á ferlinum hans. Búin að vera fín byrjun tölfræðilega, búið að vera fín byrjun körfuboltalega en hann á eftir að taka stökk í stærra lið, eflaust eftir 1-2 ár en það verður aldrei lið sem hann leiðir í úrslit sjálfur en hann gæti verið Jamal Murray í liði sem verður meistari.“ Aðrar fullyrðingar Joel Embiid ætti að eiga minni möguleika á MVP-titlinum fyrir að hafa ekki mætt til Denver. Donovan Mitchell er topp 10 leikmaður í deildinni. Philadelphia 76ers er líklegra en Milwaukee Bucks að verða meistari. Annað árið í röð mætti Embiid ekki á heimavöll Nikola Jokić.Tim Nwachukwu/Getty Images
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira