Júlía Sylvía fyrst Íslendinga til að vinna alþjóðlegt listskautamót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 08:31 Júlía Sylvía Gunnarsdóttir í keppninni um helgina. Skautasamband Íslands Júlía Sylvía Gunnarsdóttir vann sögulegan sigur á Reykjavíkurleikunum um helgina. Hún varð þar fyrsti íslenski skautarinn til þess að fá gullverðlaun í fullorðinsflokki á alþjóðlegu móti. Talsverður fjöldi keppenda var kominn til Íslands til að freista þess að ná lágmörkum inn á alþjóðleg stórmót en Reykjavíkurleikirarnir eru hluti af gildum mótum Alþjóðaskautasambandsins og geta skautarar sem keppa þar náð lágmörkum inn á alþjóðleg úrslitamót eins og heimsmeistaramót og Evrópumót. Því miður setti veðrið strik í reikninginn og ekki komust allir á mótið sem ætluðu sér að taka þátt. Í keppni kvenna voru sterkir skautarar en enginn þeirra öflugri en Júlía Sylvía Gunnarsdóttir. Júlía Sylvía stóð sig vel og var í öðru sæti eftir fyrri daginn með 40.35 stig. Í fyrsta sæti eftir daginn var hins vegar Tara Prasad frá Indlandi með 45.98 stig og í þriðja sæti var Roos van der Pas frá Hollandi með 34.57 stig. Seinni daginn var það svo Júlía Sylvía sem var efst allra, Ross van der Pas önnur og Tara Prasad sú þriðja. Samanlagður sigurvegari keppninnar var því Júlía með 128.27 heildarstig, Tara Prasad í öðru sæti með 123.90 heildarstig og Roos van der Pas var þriðja með 113.48 heildarstig. Leon Lo frá Hollandi vann drengjaflokk en í stúlknaflokki vann Floor van der Pas frá Hollandi. Lea Marie Castlunger frá Ítalíu varð önnur en Elín Katla Sveinbjörnsdóttir tók þriðja sætið. Wendell Hansson-Ostergaard frá Danmörku vann unglingaflokk karla og Jenni Hirvonen frá Finnlandi vann unglingaflokk kvenna. Connor Bray frá Bretlandi vann fullorðinsflokk karla án keppni þar sem hinn keppandinn forfallaðist. Skautaíþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Hún varð þar fyrsti íslenski skautarinn til þess að fá gullverðlaun í fullorðinsflokki á alþjóðlegu móti. Talsverður fjöldi keppenda var kominn til Íslands til að freista þess að ná lágmörkum inn á alþjóðleg stórmót en Reykjavíkurleikirarnir eru hluti af gildum mótum Alþjóðaskautasambandsins og geta skautarar sem keppa þar náð lágmörkum inn á alþjóðleg úrslitamót eins og heimsmeistaramót og Evrópumót. Því miður setti veðrið strik í reikninginn og ekki komust allir á mótið sem ætluðu sér að taka þátt. Í keppni kvenna voru sterkir skautarar en enginn þeirra öflugri en Júlía Sylvía Gunnarsdóttir. Júlía Sylvía stóð sig vel og var í öðru sæti eftir fyrri daginn með 40.35 stig. Í fyrsta sæti eftir daginn var hins vegar Tara Prasad frá Indlandi með 45.98 stig og í þriðja sæti var Roos van der Pas frá Hollandi með 34.57 stig. Seinni daginn var það svo Júlía Sylvía sem var efst allra, Ross van der Pas önnur og Tara Prasad sú þriðja. Samanlagður sigurvegari keppninnar var því Júlía með 128.27 heildarstig, Tara Prasad í öðru sæti með 123.90 heildarstig og Roos van der Pas var þriðja með 113.48 heildarstig. Leon Lo frá Hollandi vann drengjaflokk en í stúlknaflokki vann Floor van der Pas frá Hollandi. Lea Marie Castlunger frá Ítalíu varð önnur en Elín Katla Sveinbjörnsdóttir tók þriðja sætið. Wendell Hansson-Ostergaard frá Danmörku vann unglingaflokk karla og Jenni Hirvonen frá Finnlandi vann unglingaflokk kvenna. Connor Bray frá Bretlandi vann fullorðinsflokk karla án keppni þar sem hinn keppandinn forfallaðist.
Skautaíþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira