Frímann Grímsson lést í bílslysi ásamt eiginkonu sinni á Grindavíkurvegi í byrjun mánaðar.
„[Hann] gegndi mikilsverðum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var einn af þeim sem drógu vagninn í sameiningu björgunarsveita í Reykjanesbæ, sat í nýsmíðanefnd nýrra björgunarskipa en rekstur góðra björgunarskipa var honum afar hugleikinn,“ segir í færslu Landsbjargar.
Í minningarorðum um Júlíus segir að hann hafi fallið frá langt fyrir aldur fram og að hann hafi gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg til margra ára.
„Hann sat í stjórn félagsins, var virkur í starfi í heimabyggð, en hann var ein af driffjöðrum þess að sameina björgunarsveitir í Hafnarfirði í eina sveit, Björgunarsveit Hafnarfjarðar,“ segir um Júlíus.
„Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir fjölskyldum þeirra beggja hugheilar samúðarkveðjur. Starf þeirra innan félagsins mun lifa með okkur áfram.“