LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2024 17:15 Málið kom upp í rektorstíð Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Kristín Eysteinsdóttir er í dag rektor LHÍ sem gerir athugasemdir við niðurstöðu kærunefndarinnar. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans. Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Vísir fjallaði um niðurstöðu kærunefndarinnar í gær. Þar kom fram að karlmaður, kennari við LHÍ, hefði sótt um stöðuna, ekki fengið og verið ósáttur. Talið sig standa konunni sem var ráðin framar og að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á umsækjendum og þar með á jafnréttislögum vegna þess að ekkert benti til þess að rektor LHÍ hefði komið að ráðningarferlinu eins og ferlið ætti að vera samkvæmt reglum Listaháskólans. Tvær nefndir skipaðar Ráðningin átti sér stað árið 2022 þegar Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor. Síðan þá er Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekin við rektorsstöðunni. Í tilkynningu frá LHÍ til fréttastofu eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu kærunefndar. Fríða Björk var rektor þegar málið kom upp.Vísir/Bjarni Óumdeilt sé að rektor LHÍ beri ábyrgð á öllum ráðningum innan háskólans, samkvæmt þeim reglum sem háskólinn hefur sett sér sem hluta af gæðastarfi háskólans. „Umrætt ráðningarferli var með þeim hætti að óháð hæfisnefnd mat hæfi allra umsækjenda um þetta tiltekna starf. Þeir sem um ræðir, kærandi og sá einstaklingur sem ráðinn var, voru bæði talin hæf samkvæmt gögnum hæfisnefndar. Eftir það tók við ráðningarnefnd, skipuð utanaðkomandi aðila af fagvettvangi, forseta viðkomandi deildar og sviðsforseta. Nefndin tók ráðningarviðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfir. Frammistaða þeirra var skráð á stöðluð matsblöð í viðtölunum og var það mat ráðningarnefndar að sá umsækjandi sem hlaut starfið væri hæfust,“ segir í tilkynningu frá LHÍ. Rektor fengið öll gögn Að þessu ferli loknu hafi þáverandi rektor fengið í hendur öll gögn og upplýsingar um það sem fram kom í viðtölum. „Rektor átti jafnframt ítarlegt samtal við sviðsforseta og deildarforseta og samþykkti að því loknu tillögu þeirra að ráðningu þess sem ráðningarnefndin lagði til. LHÍ telur að ekki hafi verið gætt að því að hálfu kærunefndarinnar að afla afstöðu skólans og gagna sem snúa að aðkomu rektors að málinu.“ Þá vill LHÍ að lokum árétta að kyn umsækjenda hafi engin áhrif haft á ráðningu í starfið, heldur byggst á málefnalegum sjónarmiðum í takt við þarfir og faglega sýn skólans.
Háskólar Jafnréttismál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. 25. janúar 2024 18:28