Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 14:59 Meðlimir Kataib Hezbollah jarða mann sem féll í einni af loftárásum Bandaríkjanna í Írak. AP/Hadi Mizban Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks. Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Sjá meira
Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks.
Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Sjá meira