Nær öll Ameríka heldur með tveimur liðum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 12:30 Langstærsti hluti Bandaríkjanna vill ekki sjá Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs í Super Bowl í ár. Getty/Cooper Neill/ Stærstu leikir helgarinnar í amerískum íþróttum eru án vafa úrslitaleikir deildanna í NFL deildinni. Bara fjögur lið eru eftir í úrslitakeppninni og sæti í Super Bowl í boði á sunnudaginn. Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira