„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2024 22:10 Pavel var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“ Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti