Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 18:28 Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor Listaháskóla Íslands þegar ráðningin átti sér stað. Tíu ára skipunartíma hennar lauk í fyrra. Kristín Eysteinsdóttir er núverandi rektor skólans. Vísir/Bjarni Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið. Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira
Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið.
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Sjá meira