Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 13:29 Hildur Björg Kjartansdóttir átti langan og flottan feril sem því miður verður ekki lengri. Vísir/Hulda Margrét Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. Hildur Björg er önnur lykilmanneskja landsliðsins sem hættir að spila körfubolta á þessu tímabili því áður þurfti Helena Sverrisdóttir einnig að hætta vegna meiðsla. Hildur er ekki orðin þrítug og ætti því að eiga nóg eftir en hún segir að afleiðingar af mörgum höfuðhöggum hafi áhrif á ákvörðun hennar. „Boltinn hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi og gefið mér svo margt. Á þessum skemmtilega og farsæla ferli hef ég því miður líka þurft að takast á við erfið höfuðhögg og afleiðingar þeirra sem hefur áhrif á þessa ákvörðun í dag,“ skrifaði Hildur Björg á fésbókarsíðu sína. Hildur Björg var lengi í hópi bestu körfuboltakvenna landsins og lykilmaður landsliðsins undanfarin áratug. Hún endaði feril sinn með Val en Hildur spilaði stórt hlutverk þegar Valur varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hildur Björg varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni með Snæfelli þar sem hún var uppalin. Hún lék í þrjú ár með Texas–Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum og svo í tvö tímabil á Spáni með Club Baloncesto Leganés og Celta de Vigo Baloncesto. Hildur reyndi einnig fyrir sér hjá BC Namur-Capitale í Belgíu. Hildur er sautjánda landsleikjahæsta kona sögunnar með 38 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún skoraði í þeim 405 stig eða 10,9 að meðaltali í leik. Hildur er aðeins ein af sex sem hafa skorað yfir fjögur hundruð stig fyrir A-landslið kvenna. Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Hildur Björg er önnur lykilmanneskja landsliðsins sem hættir að spila körfubolta á þessu tímabili því áður þurfti Helena Sverrisdóttir einnig að hætta vegna meiðsla. Hildur er ekki orðin þrítug og ætti því að eiga nóg eftir en hún segir að afleiðingar af mörgum höfuðhöggum hafi áhrif á ákvörðun hennar. „Boltinn hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi og gefið mér svo margt. Á þessum skemmtilega og farsæla ferli hef ég því miður líka þurft að takast á við erfið höfuðhögg og afleiðingar þeirra sem hefur áhrif á þessa ákvörðun í dag,“ skrifaði Hildur Björg á fésbókarsíðu sína. Hildur Björg var lengi í hópi bestu körfuboltakvenna landsins og lykilmaður landsliðsins undanfarin áratug. Hún endaði feril sinn með Val en Hildur spilaði stórt hlutverk þegar Valur varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hildur Björg varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni með Snæfelli þar sem hún var uppalin. Hún lék í þrjú ár með Texas–Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum og svo í tvö tímabil á Spáni með Club Baloncesto Leganés og Celta de Vigo Baloncesto. Hildur reyndi einnig fyrir sér hjá BC Namur-Capitale í Belgíu. Hildur er sautjánda landsleikjahæsta kona sögunnar með 38 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún skoraði í þeim 405 stig eða 10,9 að meðaltali í leik. Hildur er aðeins ein af sex sem hafa skorað yfir fjögur hundruð stig fyrir A-landslið kvenna.
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira