Neitar Taylor Swift-hamstri og segir reikninginn hafa verið hakkaðan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2024 22:12 Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á Twitter-aðgang Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að hæðast að prófessornum. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn neitar því að hafa reynt að selja miða á tónleika Taylor Swift. Hins vegar hafi einhver óprúttinn aðili brotist inn á reikning hans á X (áður Twitter) sem skýri miðasöluna. DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira