Neitar Taylor Swift-hamstri og segir reikninginn hafa verið hakkaðan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2024 22:12 Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á Twitter-aðgang Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að hæðast að prófessornum. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn neitar því að hafa reynt að selja miða á tónleika Taylor Swift. Hins vegar hafi einhver óprúttinn aðili brotist inn á reikning hans á X (áður Twitter) sem skýri miðasöluna. DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur Sjá meira
DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur Sjá meira