„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2024 20:27 Sólveig Anna segir kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka Atvinnulífsins í viðkvæmri stöðu. Hún segir kröfu breiðfylkingarinnar skýra. Vísir/Arnar Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira