Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2024 20:30 Auður Elísabet Þórðardóttir, sem er aðeins 16 ára og málar fallegar andlitsmyndir heima hjá sér og annað, sem hún hefur gaman af því að mála. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína. Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira