Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2024 20:30 Auður Elísabet Þórðardóttir, sem er aðeins 16 ára og málar fallegar andlitsmyndir heima hjá sér og annað, sem hún hefur gaman af því að mála. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína. Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira