Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2024 07:58 Hátíðarhöld í tengslum við vígslu Ram-hofsins í Ayodhya hófust í morgun. AP Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. Hæstiréttur Indlands dæmdi árið 2019 á þann veg að heimilt yrði að reisa nýtt hindúahof á reitnum sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska sem stóð á reitnum var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Modi hóf vígsluathöfnina um hádegisbil með því að afhjúpa svarta styttu af Ram - holdgervingi guðsins Vishnu, en Ayodhya er talinn vera fæðingarstaður Ram. Endu hefur verið til sparað, en áætlaður kostnaður við smíði hofsins er um 166 milljónir evra, um 25 milljarðar króna. Er reiknað með að á þriðja þúsund tónlistarmanna taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöld víða um land Flokkur Modis hefur blásið til hátíðarhalda víða um land í tilefni af vígslunni, en harðar deilur hafa lengi staðið um svæðið. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma að landsvæðið sem deilt var um skyldi komið í hendur félags sem myndi halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skyldi tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Hæstiréttur viðurkenndi þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg. Reistu mosku á 16. öld Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar. Indland Trúmál Tengdar fréttir Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Hæstiréttur Indlands dæmdi árið 2019 á þann veg að heimilt yrði að reisa nýtt hindúahof á reitnum sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska sem stóð á reitnum var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Modi hóf vígsluathöfnina um hádegisbil með því að afhjúpa svarta styttu af Ram - holdgervingi guðsins Vishnu, en Ayodhya er talinn vera fæðingarstaður Ram. Endu hefur verið til sparað, en áætlaður kostnaður við smíði hofsins er um 166 milljónir evra, um 25 milljarðar króna. Er reiknað með að á þriðja þúsund tónlistarmanna taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöld víða um land Flokkur Modis hefur blásið til hátíðarhalda víða um land í tilefni af vígslunni, en harðar deilur hafa lengi staðið um svæðið. Hæstiréttur dæmdi á sínum tíma að landsvæðið sem deilt var um skyldi komið í hendur félags sem myndi halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skyldi tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Hæstiréttur viðurkenndi þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg. Reistu mosku á 16. öld Ayodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15 S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Sýknaðir vegna eyðileggingar Babri-moskunnar í Ayodhya Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar. 30. september 2020 08:39
Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15
Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 9. nóvember 2019 22:15
S Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00
penna vegna dómsúrskurðar Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman. 1. október 2010 00:00