Grípum alla Grindvíkinga Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 21. janúar 2024 20:00 Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun