Vantraust eða afsögn ráðherra eina leiðin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar