Vantraust eða afsögn ráðherra eina leiðin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar