Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:42 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælti í gær harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu, sem fengið hefur vinnuheitið Búrfellslundur. Landsvirkjun tilkynnti á miðvikudag útboðið og var það gert með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið, sem er nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ sagði í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í gær. Landsvirkjun segir í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að einhvers misskilnings gæti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra. „Og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að það að hefja útboð með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sé vissulega óhefðbundið en með þessu sé líklegt að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026. Enginn þurfi að velkjast í vafa um staðsetningu Búrfellslundar enda hafi vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið staðið síðan í desember 2022 með Rangárþingi ytra, sem hafi skipulagsvald á svæðinu. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Orkumál Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælti í gær harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu, sem fengið hefur vinnuheitið Búrfellslundur. Landsvirkjun tilkynnti á miðvikudag útboðið og var það gert með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið, sem er nokkuð óhefðbundin, er sögð til að flýta verkefninu. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það vera ámælisvert að Landsvirkjun skuli reyna að fara í kringum lög og vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að skapa sátt um komandi orkuöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í,“ sagði í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar í gær. Landsvirkjun segir í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að einhvers misskilnings gæti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um staðsetningu vindorkuversins. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan sveitarfélagsmarka Rangárþings ytra. „Og hefur verið það frá því að skýrsla um endurhönnun virkjunarkostsins var lögð fram árið 2020. Það er sú endurhönnun virkjunarkostsins sem Alþingi færði úr biðflokki í nýtingarflokk, en ekki eldri útgáfa.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að það að hefja útboð með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál sé vissulega óhefðbundið en með þessu sé líklegt að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026. Enginn þurfi að velkjast í vafa um staðsetningu Búrfellslundar enda hafi vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið staðið síðan í desember 2022 með Rangárþingi ytra, sem hafi skipulagsvald á svæðinu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Orkumál Vindorka Sveitarstjórnarmál Skipulag Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. 18. janúar 2024 10:32
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22