Leikurinn fór fram á Nuke, Þórsarar hófu leik í vörn. Fyrstu tvær loturnar fóru til Þór og FH beit svo til baka í stöðuna 2-1. Þórsarar stýrðu leiknum vel framan af, en FH-ingar máttu heldur betur vinna fyrir lotunum sem þeir sigruðu sem voru aðeins fjórar í fyrri hálfleik. Þórsarar héldu sér fetinu framar fram að hálfleik þar sem Peter leiddi fellutöfluna hjá þeim rauðu.
Staðan í hálfleik: Þór 8-4 FH
FH-ingar máttu heldur betur búa sig undir seinni hálfleikinn, en Þórsarar straujuðu mótherja sína gjörsamlega í seinni hálfleik. engin svör bárust við sókn Þórsara sem sigruðu allar lotur seinni hálfleiks. FH fengu tækifæri til að minnka muninn, einna helst í sextándu lotu þegar voru FH-ingar fjórir gegn tveimur þórsurum en tókst þeim þó ekki að sigra.
Lokatölur: Þór 13-4 FH
Þórsarar koma sér tímabundið í fyrsta sæti deildarinnar upp fyrir NOCCO Dusty, en Þór eru nú með 22 stig. FH-ingar eru enn í fimmta sæti í hörkuslag á miðjunni með 14 stig.