Þrír kiðlingar fæddir – Vorstemming í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2024 22:01 Stefanía Margrét, fjögurra ára heldur hér á einu kiðinu og mamman, Sigurbjörg Bára er með henni á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu. Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira