Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 08:36 25 ára gamall karlmaður frá Kósovó er talinn hafa stungið 23 ára gamla alsírska konu til bana til að hjálpa annarri, 24 ára gamalli þýsk-írakskri, að flýja undan oki fjölskyldu sinnar. Getty/Cornelia Hammer Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent