Frá þessu greina Haukar á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að félögin hafi náð samkomulagi um að Everage gangi í raðir Hauka. Ásamt því að spila með liðinu mun hann einnig þjálfa yngri flokka liðsins.
Everage og Maté Dalmay, þjálfari Hauka, þekkjast vel en þeir störfuðu saman hjá Gnúpverjm á sínum tíma. Maté sagði í viðtali nýverið – þegar umræðan um vistaskiptin var sem hæst – að það væri ekki óheiðarlegt að tala við vini sína. Þar áður hafði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika, sagt að Everage væri ekki á förum. Annað hefur nú komið á daginn.
Haukar eru sem stendur í 10. sæti Subway-deildarinnar með þrjá sigra í 13 leikjum. Breiðablik er sæti neðar með tvo sigra í jafn mörgum leikjum.