Hraðasektir dauðadómur fyrir suma en aðrir finni ekkert fyrir þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 19:11 Hákon Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi við Hringbraut. Vísir/Steingrímur Dúi Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli stórtjóni þegar hann ók á átta bíla við Hringbraut í morgun. Íbúi segir ofsaakstur á svæðinu hafa verið vandamál til margra ára. Hann kallar eftir því að hraðasektir taki mið af tekjum ökumanna. Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08
Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent