„Það er einhver tenging á milli okkar en við höfum aldrei hist“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2024 20:00 „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi, segir Ólafía Þórunn en konurnar hafa aldrei hist.“ aðsend/vísir Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn á í einlægum en óhefðbundnum vinskap við 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimaprjónaðar peysur frá konunni. Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía. Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía.
Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira