Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 19:13 Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. „Við erum sammála að svona gengur maður ekki fram gegn stjórnskipan í landinu,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svarar ekki hvort hann styðji Svandísi Aðspurður um hvort hann sjálfur styðji Svandísi Svavarsdóttur sem matvælaráðherra hann orðinn áhyggjufullur. „Ég er farinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því hvernig hver atvinnugreinun á fætur annarri er komin upp á kant við ráðherra og nýtur ekki trausts. Mér finnst erfitt að vera með ráðherra í atvinnuvegaráðuneytinu sem enginn atvinnuvegur ber traust til.“ Ég væri helst til í já eða nei. Styður þú Svandísi? „Ég ætla bara að sjá núna hvernig Vinstri grænir og forsætisráðherra í ríkisstjórn ætla að sýna okkur það hvernig á að vinna þetta traust til baka, og gefa þeim svigrúm til þess, svo þau geti sýnt í verki að þau taki þetta álit umboðsmanns alvarlega.“ En þú vilt ekki svara já eða nei? „Nei. Ég vil gefa þeim tækifæri. Því við erum hér með ríkisstjórn og það þarf að stjórna landinu. Þannig að forsætisráðherra og Vinstri grænir þurfa nú að svara því hvort þau taki svona áliti alvarlega, og hvernig þau ætla að vinna traust atvinnugreinanna aftur til baka.“ Veit ekki um ráðherrakapal Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Svandís hreinlega skipti um ráðherrastól segist Vilhjálmur ekki vita til þess. „Ég veit ekkert hvernig þau sjá það fyrir sér. Ég hef ekki lagt það í vana minn að skipta mér að ráðherraskipan annarra flokka.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
„Við erum sammála að svona gengur maður ekki fram gegn stjórnskipan í landinu,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svarar ekki hvort hann styðji Svandísi Aðspurður um hvort hann sjálfur styðji Svandísi Svavarsdóttur sem matvælaráðherra hann orðinn áhyggjufullur. „Ég er farinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því hvernig hver atvinnugreinun á fætur annarri er komin upp á kant við ráðherra og nýtur ekki trausts. Mér finnst erfitt að vera með ráðherra í atvinnuvegaráðuneytinu sem enginn atvinnuvegur ber traust til.“ Ég væri helst til í já eða nei. Styður þú Svandísi? „Ég ætla bara að sjá núna hvernig Vinstri grænir og forsætisráðherra í ríkisstjórn ætla að sýna okkur það hvernig á að vinna þetta traust til baka, og gefa þeim svigrúm til þess, svo þau geti sýnt í verki að þau taki þetta álit umboðsmanns alvarlega.“ En þú vilt ekki svara já eða nei? „Nei. Ég vil gefa þeim tækifæri. Því við erum hér með ríkisstjórn og það þarf að stjórna landinu. Þannig að forsætisráðherra og Vinstri grænir þurfa nú að svara því hvort þau taki svona áliti alvarlega, og hvernig þau ætla að vinna traust atvinnugreinanna aftur til baka.“ Veit ekki um ráðherrakapal Aðspurður um hvort honum þyki líklegt að Svandís hreinlega skipti um ráðherrastól segist Vilhjálmur ekki vita til þess. „Ég veit ekkert hvernig þau sjá það fyrir sér. Ég hef ekki lagt það í vana minn að skipta mér að ráðherraskipan annarra flokka.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira