Útrás í Reykjavík eftir sautján ára rekstur á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 08:31 Fjölskyldan sem hefur unnið hug og hjörtu Akureyringa hefur fært út kvíarnar. Sathiya Moorthy Indverski veitingastaðurinn Indian curry house sem rekinn hefur verið í göngugötunni á Akureyri við góðan orðstí um árabil hefur opnað útibú í höfuðborginni. Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg. Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg.
Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira