Útrás í Reykjavík eftir sautján ára rekstur á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 08:31 Fjölskyldan sem hefur unnið hug og hjörtu Akureyringa hefur fært út kvíarnar. Sathiya Moorthy Indverski veitingastaðurinn Indian curry house sem rekinn hefur verið í göngugötunni á Akureyri við góðan orðstí um árabil hefur opnað útibú í höfuðborginni. Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg. Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg.
Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira