Tólfta umferð Subway-deildar karla fór fram á dögunum og að venju var umferðin gerð upp í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Þar voru flottustu tilþrif umferðarinnar valin og að þessu sinni var það sigurreifur Keith Jordan sem átti þau.
Breiðablik vann nokkuð óvæntan útisigur á Haukum og kórónaði Jordan góðan leik þar sem hann skoraði 19 stig og tók 9 fráköst með þessum frábæru tilþrifum sem sjá má hér að neðan.