Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 8. janúar 2024 11:58 Skálatún var stofnað fyrir 70 árum síðan. Vísir/Vilhelm Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34
„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28