Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 11:31 Helgi Már Magnússon var ekki mjög bjartsýnn fyrir komandi misseri hjá Haukum og sagði neikvæða orku svífa yfir vötnum á Völlunum. skjáskot / subway körfuboltakvöld Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira