Andvirði þess í íslenskum krónum eru rétt rúmir 4,8 milljarðar. Í skeytinu sem sent var til starfsmanna félagsins er sagt að útreikningar bónusgreiðslanna byggi á starfsaldri og verði greiddur út fljótlega.
An email from Mark Cuban to Mavs employees informing them of a plan to pay approximately $35M in bonuses in the wake of selling a majority stake of the franchise: pic.twitter.com/omoamjRA1H
— Tim MacMahon (@espn_macmahon) January 5, 2024
Mark Cuban var meirihlutaeigandi Dallas Mavericks síðan árið 2000 en seldi nýlega frá sér meirihlutann. Samtímis tilkynnti hann um starfslok í þáttaröðinni Shark Tank eftir að hafa verið þar síðan 2007. Hann mun þó halda áfram störfum hjá Mavericks sem forseti félagsins.
Nýir eigendur Dallas Mavericks eru Miriam Adelson og Patrick Dumont, sá síðarnefndi var skipaður stjórnarformaður félagsins og fer með lokaorð í öllum ákvörðunum.