Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 16:44 Íris Róbertsdóttir hefur áhyggjur af verðhækkunum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“ Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“
Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira